top of page

Stefnur Ljósgjafans

 

Jafnlaunastaðfesting
  • Ljósgjafinn hefur hlotið jafnlaunastaðfestingu frá Jafnréttisstofu. Lesa má jafnlauna- og jafnréttisstefnu Ljósgjafans hér.

Öryggismál
  • Að starfsfólk Ljósgjafans og aðilar sem starfa í verkum á vegum Ljósgjafans ljúki sérhverjum vinnudegi á farsælan og öruggan hátt.

  • Að stuðla að öruggu og heilsusamlegu starfsumhverfi þar sem virðing er borin fyrir einstaklingum og starfi þeirra.

  • Að stuðla ávallt að aukinni öryggis- og heilbrigðisvitund starfsmanna.

  • Leggja ávallt áherslu á öryggi ekki síður en hagsýni í starfi.

  • Ljósgjafinn sé traust og áreiðanleg fyrirtæki sem stuðlar að jákvæðum framförum í samfélaginu hvað varðar öryggis- og heilbrigðismál.

  • Öryggisvörður hefur umsjón með skipulagi öryggisstjórnunar Ljósgjafans, viðhald þess og endurnýjun. Öryggisvörður er skipaður er af yfirstjórn fyrirtækisins en öryggistrúnaðarmaður er kosinn af starfsmönnum. Hlutverk þeirra er að fylgjast með því að öllum öryggiskröfum sé fylgt eftir.

Eineltis- og líðheilsumál
  • Það er stefna Ljósgjafans að huga vel að heilsufari og heilsueflingu á vinnustað með ýmsum hætti svo sem að hvetja til reglubundinnar hreyfingar og huga að hollu mataræði.

  • Munum það að hreyfing, gott mataræði og nægjanleg hvíld bætir líðan og eykur úthald í leik og starfi. Mælt er með að allir hreyfi sig í að minnsta kosti 30-60 mín. á dag.

  • Með því að huga daglega að lífsvenjum og viðhorfum getur þú  bætt andlega og líkamlega heilsu þína til muna. Holl ráð er t.d. að finna á www.landlaeknir.is.

  • Munum að framkoma okkar hvort við annað í daglegum samskiptum skiptir ekki síður máli til að tryggja vellíðan og auka öryggi og ánægju í starfi.

  • Mælt er með að allir fari reglulega í heilsufarsskoðun í forvarnarskini.

  • Reykingar á vinnustað eru með öllu bannaðar, því reykingar bæði beinar og óbeinar auka líkur á ýmsum sjúkdómum.

  • Neysla á áfengi og vímuefnum er einnig stranglega bönnuð á vinnutíma, því slíkt eykur stórlega hættu á slysum.

  • Telji starfsmaður sig verða fyrir einelti eða einhverskonar áreiti á vinnustaðnum getur hann leitað til öryggistrúnaðarmans eða trúnaðarmans og borið upp málið í fullum trúnaði. Unnið er síðan að lausn málsins í samvinnu við viðkomandi starfsmann og leitað aðstoðar utanaðkomandi ráðgjafa ef með þarf.

  • Ljósgjafinn er með samstarfssamning við Heilsuvernd ehf sem sér meðal annars um að skrá veikindi og vera starfsmönnum innan handar við úrlausn heilsufarslegra vandamála. Starfsmenn geta leitað til Heilsuverndar með hverskonar heilsufarsleg vandamál, bæði líkamleg og andleg og fengið ráðgjöf og aðstoð til að komast í samband við réttu aðilana varðandi tiltekin mál.

Umhverfismál
  • Ljósgjafinn mun leitast við að lágmarka öll skaðleg umhverfisáhrif vegna starfseminnar eins og frekast er unt. Til þess að ná þessum markmiðum ætlar Ljósgjafinn að auka skilning, áhuga og þekkingu starfsfólks á umhverfismálum. Umhverfisstefna fyrirtækisins skal endurskoðuð reglulega með umbætur í umhverfismálum í huga. 

  • Flokkun úrgans:

    • Spilliefni flokkuð og þeim skilað inn til viðurkendrar móttökur.​

    • Dagblöðum og pappír safnað saman og skilað í viðeigandi söfnunargáma.

    • Drykkjarfernur verði skolaðar og farið með íviðeigandi söfnunargáma.

    • Málmdósir,  plast- og glerflöskum sé safnað og skilað í viðeigandi söfnunargáma.

    • Bylgjupappa og öðrum pappa safnað saman og skilað inn til endurvinnslu.

  • Orkunotkun:

    • Huga að umhverfisvænni bílum í framtíðinni.​

    • Slökkva á ljósum og tækjum sem eru ekki í notkun hverju sinni.

  • Húseign og lóð:

    • Hafa vinnusvæðið allt eins snyrtilegt og frekast er unt og safna ekki óþarfa drasli.​

    • Notast við umhverfisvæn hreinsiefni eins og frekast er unt.

bottom of page