top of page

Lýsingarhönnun

Lýsing er í dag mikill partur af heildar hönnun og útliti húsa og notuð til að ná fram ákveðnum áhrifum.

 

Til að lýsing sé vel heppnuð er að mörgu að hyggja eins og t.d. hæfulegu magni skugga, litaendurgjöf, kelvingráðum, ljósmagni, endurkasti, glýju, orkunýtingu og endingu ljósgjafans ásamt samræmingu náttúrulegs og tilbúins ljóss. Einnig þarf að íhuga hvað á að nota rýmið í og hver notar það.

Mikil þróun hefur orðið á lýsingarbúnaði síðust ár þá helst með tilkomu LED tækninar og má hafa sig allan við að fylgja eftir þeim tæknilausnum sem eru í boði, þá er gott að fá ráðgjöf og álit sérfræðinga áður en búnaður er keyptur og settur upp.

Vel heppnuð lýsing getur haft margvísleg áhrif, m.a. aukið vellíðan fólks, dregið úr þreytu við vinnu, komið í veg fyrir slys, búið til stemmingu, gert rými notalegri, hækkað verðgildi eigna og sparað verulegar fjárhæðir í rekstrarkosnaði.

bottom of page