top of page

Hússtjórnarkerfi, iðntölvustýringar og skjákerfi

Hússtjórnarkerfi (KNX)

Með hússtjórnarkerfum er hægt að stjórna ýmsum þáttum, svo sem hitastigi, lýsingu, aðgangi og jafnvel gluggatjöldum hvort sem er fyrir heimili eða fyrirtæki.

Hægt er að fylgjast með orkunotkunn á auðveldan og þægilegan hátt og spara þannig verulegan rekstrarkostnað.

 

Iðntölvustýringar

Engin takmörk eru fyrir því hvað hægt er að gera með iðntölvum, hægt er að forrita virkni í jafnt smáum sem stórum kerfum. Það eykur svo skilvirkni til muna og mistökum fækkar.

Betri yfirsýn næst yfir kerfið sem unnið er með, möguleiki er á að tengja tölvuna við snertiskjá sem stjórnar allri virkni iðntölvunnar. Kerfið sparar mikla vinnu við eftirlit.

Alsjálfvirkar iðntölvustýringar fyrir allar gerðir af vélum sem geta leyst af hólmi störf hjá fyrirtækjum. Kerfin spara því oft mikla peninga við rekstur.

 

Með iðntölvu er ekkert verkefni sem er of lítið eða of stórt, hægt að kveikja á einni ljósaperu upp í að stýra stóriðju.

Iðntölvur eru framtíðin!

 

Skjákerfi

Aðgerðarskjáir eru sniðug lausn með iðntölvustýringum. Með þeim er hægt að fá yfirsýn yfir kerfið, notandinn getur stjórnað öllum aðgerðum að vild og ef eitthvað er ekki eins og það á að vera kemur viðvörun upp á skjáinn.

Hægt er að lesa öll raun- og óskagildi hverju sinni. Skjárinn er því sniðug lausn sem einfaldar hlutina til muna.

Siemens-Logo.png
myscada-logo-8-2.png
KNX-Logo-New-1024x724.png
bottom of page