Iðnaður, verslun og þjónusta
Þjónusta við fyrirtæki og stofnanir hefur ávallt skipað mjög stóran þátt í rekstri Ljósgjafans.
Mörg stór og smá fyrirtæki treysta algjörlega á okkur ef eitthvað kemur fyrir eða ef eitthvað þarfnast skoðunar. Það getur skipt sköpum í rekstri fyrirtækja að brugðist sé strax við ef bilun verður í búnaði. Eins þarf að vera hægt að treysta á að fyrirtækið sem þjónustar rafbúnað iðnfyrirtækja hafi til staðar fólk með sérkunnáttu á því sviðið sem bilunin kallar á.
Ljósgjafinn býr yfir miklum mannauði með mikla og margvíslega þekkingu og er stöðugt í að fylgjast með nýjungum og stækka kunnáttu sem nýtist í verkefnum okkar.
Við leggjum mikið upp úr því að bregðast ávallt hratt við ef bilanir verða sem valda vandræðum í rekstri hjá verkkaupum okkar.
Eins reynum við ávallt að hafa starfsmenn sem þekkja vel til innan þeirra fyrirtækja sem um er að ræða.
Forritun og uppsetning á iðntölvustýringum og skjámyndakerfi fyrir stýrikerfi sundlaugarinnar á Grenivík
Endurnýjun á stjórnbúnaði ásamt stjórnun frá snertiskjá (Simens HMI)