top of page

Tæknideild

Hönnun, raflagnateikningar og stýringar.

Ljósgjafinn er með öfluga tæknideild sem býr yfir mikilli þekkingu og reynslu hvað varðar allar gerðir af raflagnateikningum, iðntölvum og skjákerfum/vaktkerfum.

Deildin skipa lýsingarhönnuðir, kerfisfræðingur, rafiðnfræðingar og tæknifræðingar og deildin hefur stækkað síðustu ár og hefur tekist á við mörg stór verkefni. Megin verkefni tæknideildar í dag eru:

  • Raflagnateikningar

  • Lýsingarhönnun

  • Iðntölvustýringar

  • Forritun á Dali og KNX hússtjórnunarkerfi

  • Skjámyndakerfi

  • Tilboðsgerð

  • Útboðsgögn

  • Kerfisstjórnun

Mælitæki

Hitamyndavél

Ljósgjafinn hefur fest kaup á öflugri hitamyndavél frá Fluke til að geta þjónustað viðskiptavininn betur. Hitamyndavélin nýtist í hvers kyns eftirliti í iðnaði, þar á meðal með mótorum og öðrum vélbúnaði, rafmagnsskápum og tengingum, í framleiðslu til að tryggja gæði eða koma í veg fyrir galla. Þær geta dregið úr kostnaði vegna bilana eða komið í veg fyrir bilanir eða vinnslustöðvun. Einnig er hitamyndavélin frábær til þess að staðsetja gólfhitalagnir.

Síriti

Ljósgjafinn býr yfir öflugum sírita sem notaður er til að greina veitur í heild sinni.

Kynning tæknideildar 2019

bottom of page