Endurnýjun eldri raflagna
Ýmsir ávinningar fylgja því þegar eldri raflagnir eru endurnýjaðar, verðgildi eigna og rekstraröryggi eykst, brunahætta og líkur á bilunum minnka.
Gamlar rafmagnstöflur geta verið hættulegar ekki síst ef þær eru úr tré eða staðsettar inni í skápum þar sem nóg er um eldsmat. Þá er gott að láta fagmann kanna ástand töflunar og gera úrbætur.
Lekastraumsrofar eru helsta öryggisatriði rafkerfisins, ef bilun verður í raflögn á rofinn að slá út og getur þannig bjargað mannslífum. Gott er að prófa lekastraumsrofann reglulega með að ýta á hnappinn á honum (yfirleitt test) þá á hann að slá út. Mikilvægt er að láta fagmann gera endurbætur ef hann virkar ekki.
Mikilvægt er að gæta að því að leiðslur í húsum séu heilar og valdi þannig ekki slysahættu, gömul einangrun leiðara getur skemmst með tímanum. Afleiðing af því getur verið skammhlaup sem kveikir í.
Ljósarofar og tenglar (innstungur) þurfa að vera vel festar. Sambandsleysi í þessum búnaði getur valdið hættu á íkveikju.
Ljósgjafinn getur aðstoðað við að gera úttektir á gömlur rafkerfum og gert áætlun um þær úrbætur sem þörf er á að gera.
Dæmigerð bakhlið á trétöflu í einbýlishúsi