Nýbyggingar
Nýbyggingar eru stór hluti af verkefnum okkar. Dæmi um slík verkefni eru íbúðarhúsnæði, opinberar framkvæmdir, ferðaþjónustu verkefni, hótel, skólar, sundlaugar og ýmisskonar byggjaframkvæmdir sem fyrirtæki sem við þjónustum eru að framkvæma.
Mikið er lagt upp úr því að sömu starfsmenn sjái um framkvæmdina frá upphafi til enda. Nokkrir starfsmenn okkar mynda þannig teymi. Þannig næst betri yfirsýn og verkkaupar okkar fá persónulegri þjónustu. Í hverju teymi eru ávallt reynslumiklir rafvirkjar sem leiða vinnuna innan hópsins.
Oft eru íbúðaverkefni hönnuð á tæknideildinni og þannig má stytta boðleiðir milli hönnuðar, rafvirkja og verkkaupa.
Við gerum verðtilboð í verkefni eða verð á veitta þjónustu og efni, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.
Við leggjum metnað okkar í snyrtilegan frágang og að verkkaupar séu sáttir við vinnubrögði okkar.